Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. febrúar 2021 08:20
Fótbolti.net
Ótímabær Lengjuspá og Íslandsvinur á X977 í dag
Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur.
Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag laugardag verður ótímabæra Lengjudeildarspáin á dagskrá.

Elvar Geir og Tómas Þór verða á sínum stað milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum.

Rafn Markús Vilbergsson kemur í hljóðver og opinberar ótímabæra spá fyrir 1. deild karla.

Þá verður Íslandsvinurinn Alexander Scholz á línunni í beinni útsendingu frá Danmörku. Þessi fyrrum leikmaður Stjörnunnar spilar fyrir Midtjylland en fyrr í vetur skoraði hann gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner