Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. febrúar 2021 09:00
Aksentije Milisic
Solskjær klár í alvöru einvígi við AC Milan
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að hann sé klár í alvöru einvígi við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Man Utd fór létt með Real Sociedad í 32-liða úrslitunum á meðan AC Milan lenti í kröppum dansi með Rauðu Stjörnuna frá Serbíu.

Þessi tvö sögufrægu lið mætast í fyrsta skiptið síðan árið 2010 og er Norðmaðurinn spenntur fyrir þessari viðureign.

„Þetta er eins og viðureign í Meistaradeild Evrópu, það er gott mál. Það er gott fyrir mitt lið að fá erfiða leiki og að geta ekki litið á neitt sem örugg úrslit," sagði Solskjær.

„Milan hefur verið frábært á þessu tímabili, það er mikill stígandi hjá félaginu og hjá liðinu eru nokkrir leikmenn sem við þekkjum mjög vel."

„Við munum þegar Zlatan Ibrahimovic var hjá okkur og meiddist illa, meiðsli sem ógnuðu ferli hans. Hvernig hann hefur komið til baka og fært AC Milan í toppbaráttuna á Ítalíu er magnað. Svo að sjálfsögðu er Diogo Dalot þarna."

„Þetta verður alvöru einvígi gegn sögufrægu félagi sem er að gera góða hluti."

Athugasemdir
banner
banner
banner