Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 27. febrúar 2021 16:21
Victor Pálsson
Þýskaland: Öruggt hjá Bayern og Dortmund
Bayern Munchen er nú með fimm stiga forskot á toppi þýsku Bundesligunnar eftir leik við FC Köln á heimavelli í dag.

Robert Lewandowski elskar fátt meira en að skora mörk og gerði hann tvö í sigri Bayern í leik sem endaði 5-1. Serge Gnabry kom inná sem varamaður og skoraði einnig tvö fyrir meistarana.

Bayern er með 52 stig á toppi deildarinnar, fimm stigum á undan RB Leipzig sem leikur við Gladbach í kvöld.

Borussia Dortmund tókst einnig að vinna í Evrópubaráttunni en liðið lagði Arminia Bielefeld með þremur mörkum gegn engu.

Þeir Mahmoud Dahoud, Jadon Sancho og Reinier gerðu mörk Dortmund sem er í fimmta sæti deildarinnar.

Botnlið Schalke tapaði enn einum leiknum á sama tíma en liðið steinlá 5-1 gegn Stuttgart. Schalke er með níu stig á botninum, níu stigum frá öruggu sæti.

Wolfsburg vann þá lið Hertha Berlin með einu marki gegn engu og er enn í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir Leipzig sem er í því öðru.

Bayern Munchen 5 - 1 Köln
1-0 Eric Maxim Choupo-Moting('18)
2-0 Robert Lewandowski('33)
2-1 Ellyes Shkiri('49)
3-1 Robert Lewandowski('65)
4-1 Serge Gnabry('82)
5-1 Serge Gnabry('86)

Dortmund 3 - 0 Bielefeld
1-0 Mahmoud Dahoud('48)
2-0 Jadon Sancho('58, víti)
3-0 Reinier('81)

Stuttgart 5 - 1 Schalke
1-0 Wataru Endu('10)
2-0 Wataru Endu('26)
3-0 Sasa Kaladjzic('34)
3-1 Sead Kolasinac('40)
4-1 Philipp Klement('88)
5-1 Daniel Didavi('90)

Wolfsburg 2 - 0 Hertha Berlin
1-0 Lukas Klunter('38, sjálfsmark)
2-0 Maxence Lacroix('90)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner
banner