Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand varpaði fram furðulegri skoðun um Arteta - „Meira bullið"
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: John Walton
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, setti fram þá áhugaverðu kenningu í gær að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, myndi hlaupa yfir til Manchester United ef það stæði til boða.

„Arteta myndi yfirgefa Arsenal fyrir Man Utd, 100 prósent," sagði Ferdinand í hlaðvarpi sínu.

„Enginn er að segja að þetta sé að fara að gerast en ef Man Utd þakkar Erik ten Hag fyrir sín störf eða þá að Bayern München sæki hann, og United setur þá kannski Arteta efstan á lista. Arteta myndi þá segja við liðið sitt að hann þyrfti að fara."

Þessi kenning Ferdinand vakti upp furðu margra þar sem Arteta er með sterka tengingu við Arsenal þar sem hann spilaði þar sem leikmaður og hefur núna gert flotta hluti þar sem stjóri. Hann er með enga tengingu við Man Utd. Arsenal er líka á talsvert betri stað en United í dag.

Fjölmiðlamaðurinn Jeff Stelling ræddi um málið á útvarpsstöðinni Talksport í dag og tók undir með þeim sem voru steinhissa á þessari kenningu Ferdinand.

„Þetta er nú meira bullið," sagði Stelling einfaldlega og vildi hann meina að Ferdinand væri bara að leitast eftir smellum á hlaðvarpið sitt. Það er afar erfitt, í raun ómögulegt, að sjá Arteta hætta með Arsenal til að taka við Man Utd á þessum tímapunkti.


Athugasemdir
banner
banner
banner