Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. mars 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard um Mudryk: Væri vonsvikinn ef ég væri þjálfari Úkraínu
Mykhailo Mudryk
Mykhailo Mudryk
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, heillaði ekki Steven Gerrard í landsleik Englands og Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á Wembley í gær.

Mudryk, sem var keyptur fyrir tæpar 100 milljónir punda frá Shakhtar í janúar, átti slakan leik á Wembley og lenti í miklum vandræðum með Bukayo Saka.

Í fyrra marki Englendinga fór Saka illa með Mudryk áður en hann setti boltann á vinstri löppina og kom með fallega fyrirgjöf sem Harry Kane stýrði í netið.

Steven Gerrard var við störf hjá Channel 4 á leiknum, en hann var afar vonsvikinn með barnalegu mistökin sem Mudryk gerði í fyrra markinu.

„Ef ég horfi á þetta frá sjónarmiði Úkraínu þá er þetta frábært spil hjá Englendingum og hvernig þeir náðu að opna allt á vellinum, en ef ég væri þjálfarinn þá væri ég rosalega vonsvikinn með Mudryk,“ sagði Gerrard.

„Með fullri virðingu þá er hann enn að læra á leikinn en þú veist að þú þarft að halda Saka á hægri löppinni og getur ekki leyft honum að koma inn með boltann á vinstri því hann er með töfrasprota og er gríðarlega nákvæmur,“ sagði Gerrard enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner