PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mið 27. maí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Hörkuleikur í Leipzig
Þýski boltinn er á fullu skriði og verður 28. umferð deildartímabilsins kláruð í dag.

RB Leipzig byrjar þar á heimaleik gegn sterku liði Hertha Berlin sem er búið að vinna báða leiki sína eftir pásuna.

Hægt er að búast við hörkuleik. Leipzig getur jafnað Dortmund á stigum í öðru sæti með sigri, en Bayern er með sjö stiga forystu á Dortmund. Hertha getur þá gert tilraun til að blanda sér í Evrópubaráttuna með sigri.

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eiga þá heimaleik gegn Samúeli Kára Friðjónssyni og félögum í Paderborn. Alfreð og Samúel eru báðir að glíma við meiðsli og hafa ekki verið með eftir að þýski boltinn fór aftur af stað.

Fortuna Düsseldorf tekur á móti Schalke sem vann síðast deildarleik í janúar á meðan Hoffenheim mætir Köln og Union Berlin fær Mainz í heimsókn.

Viaplay er með sýningarréttinn á þýska boltanum á Íslandi.

Leikir dagsins:
16:30 RB Leipzig - Hertha
18:30 Fortuna Dusseldorf - Schalke 04
18:30 Hoffenheim - Koln
18:30 Union Berlin - Mainz
18:30 Augsburg - Paderborn
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner