Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. maí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Dan mættur aftur eftir krossbandsslit - „Gríðarlega góðar fréttir"
Í leik með Haukum 2020.
Í leik með Haukum 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjallað var um það í Ástríðunni að Kristófer Dan Þórðarson (2000) væri snúinn aftur inn á völlinn eftir að hafa slitið krossband á síðasta ári.

Miðjumaðurinn meiddist í júlí í fyrra eftir að hafa byrjað tímabilið með Haukum virkilega vel, skorað fimm mörk í átta leikjum.

Fyrsti leikur Kristófers eftir meiðslin var gegn KF um síðustu helgi og hann spilaði svo aftur gegn Víkingi í bikarnum í gær. Í báðum leikjum lék hann um hálftíma.

„Stóðu ekki allir og klöppuðu þegar 67. mínútur voru á klukkunni? Það er stóra augnablikið í leiknum," sagði Gylfi Tryggvason í þættinum. Þá var verið að ræða leik Hauka og KF sem lauk með 2-2 jafntefli.

„Þetta eru gríðarlega góðar fréttir, bæði fyrir hann og Haukana," sagði Sverrir Mar Smárason. „Það voru allir virkilega ánægðir og peppuðu hann þegar hann kom inná. Hann og Daníel Snorri komu inná sem er gott fyrir Hauka."

Umræðan um leik KF og Hauka má nálgast eftir um tíu mínútur af þættinum sem hlusta má á hér fyrir neðan.
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Athugasemdir
banner
banner
banner