lau 27. maí 2023 15:50
Aksentije Milisic
England: Chelsea enskur meistari fjórða árið í röð (Staðfest)
Sam Kerr skoraði eins og svo oft áður.
Sam Kerr skoraði eins og svo oft áður.
Mynd: Getty Images

Lokaumferðin í efstu deild kvenna á Englandi fór fram í dag en fyrir umferðina var Chelsea með titilinn í sínum höndum.


Liðinu urðu á engin mistök en Chelsea vann afar sannfærandi 0-3 útisigur á Reading og tryggði sér þar með fjórða deildartitilinn í röð. Liðið varð einnig enskur bikarmeistari en Reading féll úr deildinni. Reading var lang lélegasta lið deildarinnar en liðið náði einungis í ellefu stig á þessari leiktíð.

Sam Kerr og Guro Reiten afgreiddu Reading en Kerr gerði tvennu. Á sama tíma vann Manchester United útisigur á Liverpool en það var ekki nóg. Chelsea endar með 58 stig á meðan United endar í öðru sæt með 56 stig. 

Chelsea hefur nú unnið tvennuna þrjú tímabil í röð á Englandi. Algjörir yfirburðir.


Stöðutaflan England Super league - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 17 14 1 2 50 14 +36 43
2 Manchester City W 17 14 1 2 45 11 +34 43
3 Arsenal W 17 12 1 4 37 18 +19 37
4 Liverpool W 17 8 5 4 25 21 +4 29
5 Manchester Utd W 17 8 4 5 35 22 +13 28
6 Tottenham W 17 7 4 6 23 29 -6 25
7 Aston Villa W 17 6 1 10 22 35 -13 19
8 Brighton W 17 5 2 10 24 39 -15 17
9 Leicester City W 17 4 4 9 23 34 -11 16
10 Everton W 17 4 3 10 14 29 -15 15
11 West Ham W 17 3 3 11 17 35 -18 12
12 Bristol City W 17 1 3 13 20 48 -28 6
Athugasemdir
banner
banner