

„Við vorum bara virkilega sterkar í dag. Spiluðum mjög skynsamlega á móti sterkum vindi i fyrri hálfleik og náðum að nýta hann virkilega vel í þeim síðari og mér fannst þetta bara virkilega verðskuldaður sigur.“ Sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur um frammistöðu Keflavíkurstúlkna sem tryggðu sér sæti á 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag með 2-0 sigri á liði Þór/KA.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 0 Þór/KA
Keflavíkurliðið lék virkilega vel sem ein heild í dag og tókst liðinu á allan hátt að nýta sér aðstæður á vellinum sér í hag. Pressa liðsins og þá sérstaklega í síðari hálfleik var virkilega góð og olli gestaliðinu talsverðum vandræðum.
„Við erum búin að vera vinna vel í þessum hlutum á æfingasvæðinu og það er að skila sér virkilega vel inn í leikinn. Við erum agaðar, skipulagðar og vorum að spila virkilega vel í dag allar sem ein.“
Keflavík verður eðli málsins samkvæmt í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit en skyldi Guðrún Jóna eiga sér einhvern óska andstæðing þar?
„Ég veit ekkert hvernig hinir leikirnir hafa farið en er það ekki bara þetta klassíska að við viljum heimaleik og þá erum við rosalega ánægðar.“
Sagði Guðrún Jóna en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir