Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 27. maí 2023 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Guðrún Jóna: Búin að vera vinna vel í þessum hlutum
Guðrún Jóna og Jonathan Glenn
Guðrún Jóna og Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara virkilega sterkar í dag. Spiluðum mjög skynsamlega á móti sterkum vindi i fyrri hálfleik og náðum að nýta hann virkilega vel í þeim síðari og mér fannst þetta bara virkilega verðskuldaður sigur.“ Sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur um frammistöðu Keflavíkurstúlkna sem tryggðu sér sæti á 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag með 2-0 sigri á liði Þór/KA.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

Keflavíkurliðið lék virkilega vel sem ein heild í dag og tókst liðinu á allan hátt að nýta sér aðstæður á vellinum sér í hag. Pressa liðsins og þá sérstaklega í síðari hálfleik var virkilega góð og olli gestaliðinu talsverðum vandræðum.

„Við erum búin að vera vinna vel í þessum hlutum á æfingasvæðinu og það er að skila sér virkilega vel inn í leikinn. Við erum agaðar, skipulagðar og vorum að spila virkilega vel í dag allar sem ein.“

Keflavík verður eðli málsins samkvæmt í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit en skyldi Guðrún Jóna eiga sér einhvern óska andstæðing þar?

„Ég veit ekkert hvernig hinir leikirnir hafa farið en er það ekki bara þetta klassíska að við viljum heimaleik og þá erum við rosalega ánægðar.“

Sagði Guðrún Jóna en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner