Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   lau 27. maí 2023 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Guðrún Jóna: Búin að vera vinna vel í þessum hlutum
Guðrún Jóna og Jonathan Glenn
Guðrún Jóna og Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara virkilega sterkar í dag. Spiluðum mjög skynsamlega á móti sterkum vindi i fyrri hálfleik og náðum að nýta hann virkilega vel í þeim síðari og mér fannst þetta bara virkilega verðskuldaður sigur.“ Sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur um frammistöðu Keflavíkurstúlkna sem tryggðu sér sæti á 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag með 2-0 sigri á liði Þór/KA.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

Keflavíkurliðið lék virkilega vel sem ein heild í dag og tókst liðinu á allan hátt að nýta sér aðstæður á vellinum sér í hag. Pressa liðsins og þá sérstaklega í síðari hálfleik var virkilega góð og olli gestaliðinu talsverðum vandræðum.

„Við erum búin að vera vinna vel í þessum hlutum á æfingasvæðinu og það er að skila sér virkilega vel inn í leikinn. Við erum agaðar, skipulagðar og vorum að spila virkilega vel í dag allar sem ein.“

Keflavík verður eðli málsins samkvæmt í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit en skyldi Guðrún Jóna eiga sér einhvern óska andstæðing þar?

„Ég veit ekkert hvernig hinir leikirnir hafa farið en er það ekki bara þetta klassíska að við viljum heimaleik og þá erum við rosalega ánægðar.“

Sagði Guðrún Jóna en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner