Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
   lau 27. maí 2023 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Guðrún Jóna: Búin að vera vinna vel í þessum hlutum
watermark Guðrún Jóna og Jonathan Glenn
Guðrún Jóna og Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara virkilega sterkar í dag. Spiluðum mjög skynsamlega á móti sterkum vindi i fyrri hálfleik og náðum að nýta hann virkilega vel í þeim síðari og mér fannst þetta bara virkilega verðskuldaður sigur.“ Sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur um frammistöðu Keflavíkurstúlkna sem tryggðu sér sæti á 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag með 2-0 sigri á liði Þór/KA.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

Keflavíkurliðið lék virkilega vel sem ein heild í dag og tókst liðinu á allan hátt að nýta sér aðstæður á vellinum sér í hag. Pressa liðsins og þá sérstaklega í síðari hálfleik var virkilega góð og olli gestaliðinu talsverðum vandræðum.

„Við erum búin að vera vinna vel í þessum hlutum á æfingasvæðinu og það er að skila sér virkilega vel inn í leikinn. Við erum agaðar, skipulagðar og vorum að spila virkilega vel í dag allar sem ein.“

Keflavík verður eðli málsins samkvæmt í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit en skyldi Guðrún Jóna eiga sér einhvern óska andstæðing þar?

„Ég veit ekkert hvernig hinir leikirnir hafa farið en er það ekki bara þetta klassíska að við viljum heimaleik og þá erum við rosalega ánægðar.“

Sagði Guðrún Jóna en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner