Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 27. maí 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Þróttur og Valur mætast í Mjólkurbikar kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

16 liða úrslitin í Mjólkurbikar kvenna hefjast í dag. Þrír Bestu deildarslagir eru á dagskrá.


Keflavík fær Þór/KA í heimsókn, Tindastóll og Selfoss mætast og lokaleikur dagsins er viðureign Þróttar og bikarmeistara Vals.

Valur vann Breiðablik í úrslitum síðasta sumar en Blikar fá Fram í heimsókn í dag.

Vestri og Grindavík mætast í síðasta leik 4. umferðar Lengjudeildar karla en þessi leikur átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs.

Þá er einnig leikið í 2., 3. og 5. deild karla í dag.

Mjólkurbikar kvenna

14:00 Grótta-Stjarnan (Vivaldivöllurinn)
14:00 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
14:00 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
16:00 Keflavík-Þór/KA (HS Orku völlurinn)
16:00 Tindastóll-Selfoss (Sauðárkróksvöllur)
19:00 Þróttur R.-Valur (AVIS völlurinn)

Lengjudeild karla
13:00 Vestri-Grindavík (Olísvöllurinn)

2. deild karla
12:00 KV-Sindri (KR-völlur)
14:00 Höttur/Huginn-Haukar (Fellavöllur)
14:00 Þróttur V.-KF (Vogaídýfuvöllur)
16:00 Völsungur-KFG (PCC völlurinn Húsavík)

3. deild karla
14:00 KFS-Kormákur/Hvöt (Týsvöllur)
16:00 Augnablik-Magni (Fífan)

5. deild karla - A-riðill
16:00 Hafnir-Hörður Í. (Nettóhöllin)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner