Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 27. maí 2023 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool hafnaði beiðni Klopp
Mynd: EPA
James Milner yfirgefur Liverpool í sumar og gengur í raðir Brighton en Jürgen Klopp vildi ólmur halda enska miðjumanninum. Þetta sagði leikmaðurinn í viðtali við Daily Mail.

Milner, sem er 37 ára gamall, kveður Liverpool eftir átta ára dvöl, en hann gegndi mikilvægu hlutverki í hópnum.

Hann er einn af uppháldsmönnum Klopp og ekki furða að þýski stjórinn vildi halda honum í ár til viðbótar en stjórn Liverpool hafnaði beiðni hans.

„Þetta er allt í góðu þar sem stjórinn vildi halda mér og sem leikmaður er það eina sem ég vildi. Félagið ákvað augljóslega að fara í aðra átt en mér fannst að þetta gæti verið góður tími og ér ánægður með hvernig þetta fór fram.“

„Það eru um það bil þrjár vikur síðan ég heyrði frá félaginu annars hafði ég ekkert heyrt og var auðvitað sjálfur farinn að hugsa út í það að fara,“
sagði Milner.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner