Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Ari féll niður í B-deildina - Elías Már öflugur er Breda komst í undanúrslit umspilsins
watermark Elías Már skoraði og lagði upp
Elías Már skoraði og lagði upp
Mynd: NAC Breda
watermark Viðar Ari og hans menn eru fallnir í B-deildina
Viðar Ari og hans menn eru fallnir í B-deildina
Mynd: Honved
Viðar Ari Jónsson og félagar hans í ungverska liðinu Honved eru fallnir niður í B-deildina eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Puskas Academy í lokaumferðinni í dag.

Tímabilið var erfitt hjá Honved. Liðið var í miklu basli í neðri hlutanum alla leiktíðina en það átti þó möguleika að bjarga sér í lokaumferðinni.

MOL Fehervar gerði markalaust jafntefli og þurfti því Honved sigur en það hafðist ekki. Liðið tapaði 2-1 og sat Viðar Ari allan tímann á bekknum.

Liðið mun því spila í B-deildinni á næstu leiktíð en óvíst er hvað Viðar gerir. Samningur hans við félagið gildir út júní.

Elías Már Ómarsson skoraði og lagði upp í 4-1 sigri Breda á Maastricht í umspili um sæti í efstu deild í Hollandi.

Hann var í byrjunarliði Breda og skoraði á 20. mínútu áður en hann lagði upp annað markið níu mínútum síðar. Honum var skipt af velli í síðari hálfleiknum.

Breda er komið í undanúrslit umspilsins þar sem liðið mætir Emmen.

Bjarki Steinn Bjarkason og hans menn í Foggia eru með annan fótinn í undanúrslit umspilsins í C-deildinni. Liðið lagði Crotone að velli, 1-0, í dag og spilaði Bjarki allan leikinn. Síðari leikurinn fer fram á miðvikudag.

Mikael Egill Ellertsson lagði upp mark Venezia í 2-1 tapi fyrir Cagliari í umspili um sæti í Seríu A. Aðeins er einn leikur spilaður í 8-liða úrslitum umspilsins og er Venezia því úr leik.

Framarinn lagði upp mark Venezia á 52. mínútu en var síðan skipt af velli hálftíma síðar.

Ísak Óli Ólafsson lék þá allan leikinn í vörn Esbjerg sem gerði 1-1 jafntefli við AB Copenhagen í dönsku C-deildinni. Esbjerg er í 3. sæti meistarariðilsins með 59 stig þegar þrír leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner