Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 27. maí 2024 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ragnar Bragi Sveinsson
Ragnar Bragi Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þungu fargi létt af honum og liðsfélögum hans eftir að þeir náðu í fyrsta sigur sumarsins með því að vinna HK, 3-1, í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Fylkir hafði tapað sex og gert eitt jafntefli í fyrstu sjö umferðum deildarinnar og var þetta farið að valda mönnum hugarangri.

Ragnar Bragi var að byrja sinn fyrsta leik í sumar og alveg óhætt að segja að hans hafi verið sársaknað.

„Það er miklu skemmtilegra, alveg klárlega. Það er þannig í þessu sporti og sérstaklega fyrirlið eins og okkur sem svona fyrirfram var alltaf að fara vera í neðri sex, svona miðað við 'budget' og allt þá er hrikalega erfitt alltaf að vinna leiki í þessari deild. Ég er hrikalega ánægður í dag að frammistaðan skilaði sigri.“

„Eins og gefur að skilja mjög erfitt. Þegar það gengur illa þá er það enn þá verra. Það hefur verið mjög erfitt en frábært að vera kominn aftur inn á völlinn.“

„Það er svo gaman í fótbolta og sérstaklega í svona veðri þar sem það er þvílíkt logn, smá rigning og leikur sem skiptir máli fyrir bæði lið. Ef HK hefði unnið okkur í dag þá væru þeir níu stigum á undan okkur. Það væri tómt bras,“
sagði Ragnar Bragi við Fótbolta.net.

Fylkismenn settu þennan leik upp sem úrslitaleik. Það var bara að duga eða drepast í dag.

„Við settum þennan leik þannig upp, sem bikarúrslitaleik. Við mátuðum það þannig að það væri staðan og svo bara spurning hvort við værum menn eða mýs. Ég er hrikalega ánægður með okkur sem liðsheild að hafa 'deliverað' í þessum leik, því eins og gefur að skilja var þetta ótrúlega mikilvægur leikur.“

„Því lengra sem líður að fyrsta sigrinum því þyngra verður þetta. Við vorum búnir með sjö leiki án sigurs, eitt stig og fá á okkur haug af mörkum, en samt hafa verið margar fínar frammistöður. Þess vegna er svo hrikalega mikilvægt að klára þennan leik með heilt yfir fínni frammistöðu þó HK hafi náð að slá eitthvað af okkur í seinni hálfleik og skapað sér góðar stöður, en heilt yfir fannst mér þetta sanngjarnt.“


Hann sagði þungu fargi af honum og öðrum létt. Hann hefur vissulega áður verið í baráttu sem þessari og mikilvægt að hafa mann með hans reynslu.

„Klárlega. Ekki það að ég megi missa mörg kíló en þetta eru nokkur kíló sem eru farin af bakinu.“

„Það er mitt hlutverk í þessu liði að koma inn með smá karakter og leiða þá áfram. Tala nú ekki um þegar staðan er svona, með eitt stig eftir sjö leiki þá reynir þetta alveg jafn mikið á mig eins og aðra að halda haus og halda áfram. Ég hef svosem séð þetta allt áður og veit hvað við erum að fara í, þannig minna stressaður en yngri leikmennirnir og þá skiptir máli að geta róað taugarnar hjá hinum,“
sagði Ragnar við Fótbolta.net, en hann talaði einnig um endurkomuna hjá Emil Ásmundsson og stöðuna á öðrum leikmönnum í hópnum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner