Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fim 27. júní 2019 10:52
Elvar Geir Magnússon
Varaforseti Barcelona: Neymar vill koma aftur
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar vill snúa aftur til Barcelona. Varaforseti Spánarmeistarana segir að félagið hafi fengið upplýsingar um þetta.

Varaforsetinn Jordi Cardoner segir þó að engar viðræður hafi átt sér stað.

Neymar yfirgaf Barcelona og gekk í raðir PSG fyrir metfé fyrir tveimur árum en stöðugt berast fréttir um að hann sé ekki fullkomlega sáttur í höfðuborg Frakklands.

Sagt er að Lionel Messi og liðsfélagar hans vilji fá brasilíska landsliðsmanninn aftur til baka en Börsungar segja að ekkert tilboð hafi verið gert og engar viðræður átt sér stað.
Athugasemdir
banner
banner