Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júní 2022 12:40
Fótbolti.net
Sex ár frá því að Ísland vann England á EM - Rifjaðu upp með Rio Ferdinand
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag eru sex ár frá því að Ísland vann magnaðan sigur gegn Englandi á EM 2016 í hreiðrinu í Nice.

Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu en Ísland vann 2-1 með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar.

„Sex ár frá skemmtilegum fótboltaleik í Nice. Við höfum öll séð bestu stundir leiksins margoft, mörkin, vörnina os.frv en þetta videolog Rio Ferdinands frá þessum degi er frábær heimild. Mæli með ef þið hafið ekki séð áður. Eldist vel," skrifar ljósmyndarinn Golli, Kjartan Þorbjörnsson, á Twitter.

Hér að neðan má sjá umrætt myndband frá þessum frækna sigurleik.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner