
Einar Guðnason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta til næstu þriggja ára en félagið hefur tilkynnt þetta.
Víkingur er í næstneðsta sæti Bestu deildar kvenna með sjö stig sem er langt undir væntingum en liðinu var spáð þriðja sæti.
Einar hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár en hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi áður en hann hélt út.
Víkingur er í næstneðsta sæti Bestu deildar kvenna með sjö stig sem er langt undir væntingum en liðinu var spáð þriðja sæti.
Einar hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár en hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi áður en hann hélt út.
Úr tilkynningu Víkings:
Hann tekur við starfinu af John Andrews sem lét af störfum í byrjun vikunnar. Einar mun formlega taka við starfinu þegar hann kemur til landsins frá Svíþjóð á næstu dögum.
Einar hefur sinnt flestum hlutverkum hjá Víking áður en hann hélt til Svíþjóðar árið 2021. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka, yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Í Svíþjóð hefur Einar sinnt starfi „transition“ þjálfara hjá Örebro þar sem hann aðstoðaði leikmenn að taka skrefið úr akademíu og inn í aðalliðið. Þá hefur hann síðastliðin tvö tímabil þjálfað U-19 kvenna í akademíunni hjá Örebro.
Einar býr yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og Víkingshjarta sem leikmenn okkar og aðrir sem starfa í kringum félagið munu njóta góðs af. Knattspyrnudeild Víkings fagnar því að fá Einar aftur heim í hamingjuna og hlökkum við til að starfa með honum.
Víkingur TV náði tali af Einari sem er staddur í Svíþjóð.
„Ég er virkilega stoltur að vera orðinn þjálfari mfl kvenna hjá Víkingi. Þetta er draumastarfið mitt sem ég hef haft á markmiðalistanum mínum í mörg ár. Tækifærið kom núna og því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að stökkva á það. Þau sem þekkja mig vita að ég hef mikinn metnað og ástríðu fyrir öllu því sem viðkemur Víkingi og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að byggja ofan á það frábæra starf sem hefur verið unnið í Víkinni síðustu ár," segir Einar.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 15 | 13 | 1 | 1 | 61 - 11 | +50 | 40 |
2. FH | 15 | 11 | 2 | 2 | 38 - 17 | +21 | 35 |
3. Þróttur R. | 15 | 9 | 2 | 4 | 27 - 18 | +9 | 29 |
4. Valur | 15 | 7 | 3 | 5 | 22 - 21 | +1 | 24 |
5. Þór/KA | 14 | 7 | 0 | 7 | 27 - 25 | +2 | 21 |
6. Víkingur R. | 15 | 5 | 1 | 9 | 31 - 36 | -5 | 16 |
7. Stjarnan | 14 | 5 | 1 | 8 | 19 - 30 | -11 | 16 |
8. Fram | 14 | 5 | 0 | 9 | 20 - 38 | -18 | 15 |
9. Tindastóll | 15 | 4 | 2 | 9 | 19 - 34 | -15 | 14 |
10. FHL | 14 | 1 | 0 | 13 | 8 - 42 | -34 | 3 |
Athugasemdir