Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. júlí 2021 23:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jakob Snær á förum frá Þór
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jakob Snær Árnason leikmaður Þórs í Lengjudeild karla er á förum frá félaginu.

Hann hafði tekið þátt í öllum leikjum liðsins fyrir utan einn þegar kom að leiknum gegn Gróttu í síðustu umferð en þá var hann ekki í hóp og var heldur ekki í hóp í kvöld gegn Fram.

Orri Freyr Hjaltalín þjálfari Þórs var spurður út í fjarveru hans í viðtali eftir leikinn í kvöld.

„Hans mál eru í skoðun, við erum ekki með neitt í hendi hvað verður um hann í framtíðinni en þau mál ættu að skýrast á næstu dögum."

Er hann á förum frá félaginu?

„Það gæti farið svo, síminn hjá honum er örugglega ekki búinn að stoppa mikið en þau mál eru bara í vinnslu og það ætti að skýrast vonandi sem fyrst."

Jakob lék sinn fyrsta leik fyrir Þór árið 2015 og hefur verið lykilmaður síðustu þrjú tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í deildinni á þessari leiktíð og skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri á Grindavík í Mjólkurbikarnum.
Orri Hjaltalín: KSÍ á nógu mikla peninga til að fá hlutlausan dómara
Athugasemdir
banner
banner