Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. júlí 2021 08:18
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Læknisskoðun tefur Varane kaupin og Rúnar Alex til Tyrklands
Powerade
Varane þarf að bíða eftir læknisskoðun.
Varane þarf að bíða eftir læknisskoðun.
Mynd: Getty Images
Hér er mættur ferskur slúðurpakki dagsins í boði Powerade en þar er búið að taka saman helstu slúðursögurnar úr ensku blöðunum í dag.

Manchester United er að fá franska varnarmanninn Raphael Varane frá Real Madrid og gerir við hann fjögurra ára samning. Af sóttvarnarástæðum er alveg óljóst hvenær hann kemst í læknisskoðun. (Athletic)

Newcastle ætlar sér að kaupa Axel Tuanzebe varnarmann frá Manchester United sem spilaði áður með U21 liði Englands. (Telegraph)

Juventus er tilbúið að selja Aaron Ramsey í sumar enda lítur félagið á hann sem fjárhagslega byrði á félaginu. (Gazzetta dello Sport)

Ben White fer í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun en samkomulag náðist við Brighton um 50 milljón punda kaupsamning í síðustu viku. (Sky Sports)

Romelu Lukaku er sáttur hjá Inter Milan og ætlar sér ekki að fara neitt í sumar þrátt fyrir áhuga Chelsea. (Express)

Man Utd er tilbúið að hlusta á tilboð í átta leikmenn í hópi sínum og þeirra á meðal eru Antonio Martial, Daniel James og Phil Jones. (ESPN)

Crystal Palace er komið langt með að ganga frá kaupum á Joachim Andersen varnarmann Lyon en sá danski var á láni hjá Fulham á síðustu leiktíð. (Evening Standard)

Tottenham ætlar að reyna áfram við að fá argentíska miðvörðinn Cristian Romero frá Atalanta sem gæti kostað 40 milljónir punda. (Telegraph)

Juventus hefur sagt Cristiano Ronaldo að félagið geri ráð fyrir að hann veðri áfram hjá félaginu á komandi leiktíð en hann hefur verið orðaður frá félaginu enda ár eftir af samningnum. (Sky Sports)

Ekkert félag hefur sýnt því áhuga að kaupa franska framherjann Antoine Griezmann frá Barcelona. (Marca)

Xherdan Shaqiri er á förum frá Liverpool í sumar en Napoli og Lazio hafa sýnt honum áhuga. (Goal)

Bologna á Ítalíu e rað hreppa Marco Arnautovic sem hefur verið að spila í Kína með Shanghai Port. (Corriere dello Sport)

Rúnar Alex Rúnarsson fer frá Arsenal til Altay í Tyrklandi á láni út tímabilið. (Football London)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner