þri 27. júlí 2021 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Fram sigraði á Akureyri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 0 - 2 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson ('45 )
0-2 Indriði Áki Þorláksson ('89)

Lestu um leikinn

Fram heldur áfram á fleygiferð í Lengjudeildinni og lagði Þór að velli á Akureyri í eina leik dagsins.

Fram var með undirtökin í fyrri hálfleik og skoraði Alexander Már Þorláksson fyrsta markið rétt fyrir leikhlé, með skalla eftir hornspyrnu frá Alberti Hafsteinssyni.

Heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og fengu góð færi en inn vildi boltinn ekki. Jóhann Helgi Hannesson kom inn af gríðarlegum krafti af bekknum í hálfleik í liði Þórsara og var nálægt því að skora en tókst ekki.

Fram tókst að innsigla sigurinn undir lokin eftir pressu Þórsara. Albert átti þá frábæra stoðsendingu eftir skyndisókn og kláraði Indriði Áki Þorláksson með marki.

Þórsarar voru ósáttir með markið þar sem þeir vildu fá dæmt hættuspark í aðdragandanum. Markið fékk að standa og niðurstaðan 0-2 sigur Fram.

Fram er áfram taplaust á toppi deildarinnar, með níu stiga forystu á ÍBV. Þór er um miðja deild, sjö stigum eftir Vestmannaeyingum.
Athugasemdir
banner
banner