Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 14:52
Brynjar Ingi Erluson
Everton nær samkomulagi við Lyon
Everton er búið að ganga frá samkomulagi við franska félagið Lyon um írska miðvörðinn Jake O'Brien. Þetta segja Sky Sports og Fabrizio Romano í dag.

O'Brien er 23 ára gamall og varð á síðasta ári fyrsti Írinn í 23 ár til að spila í frönsku deildinni.

Varnarmaðurinn var áður á mála hjá Crystal Palace og Cork City en hann er að snúa aftur til Bretlandseyja eftir eitt ár í Frakklandi.

Samkvæmt Sky hefur Everton náð samkomulagi við Lyon um kaup á O'Brien.

Ef allt gengur að óskum mun hann fara í læknisskoðun á morgun áður en hann skrifar undir fimm ára samning.

O'Brien spilaði 27 deildarleiki með Lyon á síðustu leiktíð, skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö.
Athugasemdir
banner