Everton er búið að ganga frá samkomulagi við franska félagið Lyon um írska miðvörðinn Jake O'Brien. Þetta segja Sky Sports og Fabrizio Romano í dag.
O'Brien er 23 ára gamall og varð á síðasta ári fyrsti Írinn í 23 ár til að spila í frönsku deildinni.
Varnarmaðurinn var áður á mála hjá Crystal Palace og Cork City en hann er að snúa aftur til Bretlandseyja eftir eitt ár í Frakklandi.
Samkvæmt Sky hefur Everton náð samkomulagi við Lyon um kaup á O'Brien.
Ef allt gengur að óskum mun hann fara í læknisskoðun á morgun áður en hann skrifar undir fimm ára samning.
O'Brien spilaði 27 deildarleiki með Lyon á síðustu leiktíð, skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö.
Athugasemdir


