
Áfrýjunarnefnd FIFA hefur dæmt þrjá þjálfara kanadíska kvennalandsliðsins í eins árs bann frá fótbolta eftir drónanjósnir þeirra í kringum leik þeirra við Nýja-Sjáland á Ólympíuleikunum. Sex stig hafa þá verið dregin af kanadíska liðinu.
Þjálfarateymið notaði dróna til að njósna um æfingar Nýja-Sjálands fyrir fyrsta leik þeirra á Ólympíuleikunum.
Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi voru bæði send af heim leikunum. Lombardo fékk átta mánaða skilborðsbundinn dóm fyrir að fljúga dróna án leyfis yfir þéttbýli.
Í ljós kom að Priestman, aðalþjálfari liðsins, átti stærri þátt í þessu en hún hélt fram í fyrstu. Hún var látin taka poka sinn á dögunum og hefur nú FIFA dæmt hana, Mander og Lombardi í eins árs bann frá fótbolta.
Áfrýjunarnefnd FIFA ákvað einnig að draga sex stig af kanadíska liðinu sem er nú með -3 stig í A-riðli.
Kanadíska fótboltasambandinu var gert að greiða 200 þúsund evrur í sekt.
Athugasemdir