Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. september 2020 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Funheitur Bamford tryggði Leeds sigur undir lokin
Bamford fagnar markinu í dag.
Bamford fagnar markinu í dag.
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 0 - 1 Leeds
0-1 Patrick Bamford ('88)

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið, Leeds heimsótti Sheffield United á Brammal Lane.

Staðan var markalaus í leikhléi en það var þökk sé markvörðum liðanna. Fyrst varði Aaron Ramsdale vel frá Stuart Dallas og svo varði Illan Meslier í marki Leeds frábærlega frá George Baldock. Á 41. mínútu vildi svo Ethan Ampadu fá vítaspyrnu en dómari leiksins sá ekkert athugavert inn á teig Leeds.

Stuart Dallas og Helder Costa fengu fyrstu færi seinni hálfleiksins en Sheffield United kom sér svo í ágætar stöður á síðustu mínútunum. Það var samt Leeds sem skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 88. mínútu.

Patrick Bamford skoraði í þriðja leiknum í röð þegar hann skallaði fyrirgjöf Jack Harrison í fjærhornið, góður skalli í jörðina, þrjú mörk í þremur leikjum. Athygli vekur að Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, skipti út Rodrigo undir lokin en sá spænski kom inn á í upphafi seinni hálfleiks.

Leeds er með sex stig eftir þrjár umferðir á meðan Sheffield er á botninum án stiga. Síðasti sigur Sheffield kom gegn Chelsea á síðustu leiktíð - síðan hafa verið leiknir sex deildarleikir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner