Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 27. september 2020 22:30
Aksentije Milisic
Guardiola: Verðum að taka þessu og halda áfram
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var svekktur eftir tapið stóra gegn Leicester í dag.

Jamie Vardy gerði þrennu fyrir gestina sem unnu leikinn 2-5 og fékk Leicester þrjár vítaspyrnur eftir klaufaleg brot hjá heimamönnum.

„Síðasti leikur gegn Wolves var ekki vandamál, svo af hverju er þessi leikur það allt í einu?", sagði Guardiola þegar hann var spurður út í meiðsli sem herja á leikmannahóp hans.

„Við áttum í vandræðum í sóknarleiknum. Það gerist stundum þegar þú spilar gegn svona varnarleik. Þeir komu ekki til þess að pressa á okkur í 80. mínútur. En við megum ekki gefa þeim svæði til þess að hlaupa í eins og við gerðum."

„Ég veit ekki hvað þeir sköpuðu sér mörg færi. Fyrsta markið þeirra var eki skyndisókn, við vorum þarna. Við verðum að taka þessu og halda áfram."

Manchester City er með þrjú stig eftir tvo leiki á meðan Leicester er með fullt hús stiga eftir þrjá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner