Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 27. september 2020 21:44
Kristófer Jónsson
Róbert Orri um aðstoðardómarann: Vildum að hann myndi standa með sinni ákvörðun
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson skoraði mark Breiðabliks í 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við erum svekktir að taka ekki öll þrjú stigin með okkur heim í kvöld. Mér fannst við vera betri á flestum sviðum og það er svekkjandi að klára þetta ekki." sagði Róbert eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Jöfnunarmark Vals kom á 90.mínútu leiksins í kjölfar innkasts sem að Blikar voru ósáttir með að Valur hafði fengið, þar sem að aðstoðardómarinn hafði flaggað rangstöðu rétt áður sem að Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, dæmdi ekki.

„Hann flaggar og hættir svo við en við vildum að hann myndi standa á ákvörðuninni sem að hann ætlaði að taka. Hann sagðist hafa gert einhver mistök og ég veit ekki hvað sé rétt og rangt í þessu." sagði Róbert um atvikið.

Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig og höfðu fyrir síðasta leik (gegn Stjörnunni) tapað þremur leikjum í röð.

„Mér finnst við hafa átt meira skilið úr sumum leikjum en raun ber vitni. En það er líka undir okkur komið að þetta falli fyrir okkur. Mér fannst við eiga skilið þrjú stig í kvöld og vonandi náum við að tengja nokkra sigra." sagði Róbert um gengi liðsins.

Nánar er rætt við Róbert Orra í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner