Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 27. september 2020 21:44
Kristófer Jónsson
Róbert Orri um aðstoðardómarann: Vildum að hann myndi standa með sinni ákvörðun
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson skoraði mark Breiðabliks í 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við erum svekktir að taka ekki öll þrjú stigin með okkur heim í kvöld. Mér fannst við vera betri á flestum sviðum og það er svekkjandi að klára þetta ekki." sagði Róbert eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Jöfnunarmark Vals kom á 90.mínútu leiksins í kjölfar innkasts sem að Blikar voru ósáttir með að Valur hafði fengið, þar sem að aðstoðardómarinn hafði flaggað rangstöðu rétt áður sem að Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, dæmdi ekki.

„Hann flaggar og hættir svo við en við vildum að hann myndi standa á ákvörðuninni sem að hann ætlaði að taka. Hann sagðist hafa gert einhver mistök og ég veit ekki hvað sé rétt og rangt í þessu." sagði Róbert um atvikið.

Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig og höfðu fyrir síðasta leik (gegn Stjörnunni) tapað þremur leikjum í röð.

„Mér finnst við hafa átt meira skilið úr sumum leikjum en raun ber vitni. En það er líka undir okkur komið að þetta falli fyrir okkur. Mér fannst við eiga skilið þrjú stig í kvöld og vonandi náum við að tengja nokkra sigra." sagði Róbert um gengi liðsins.

Nánar er rætt við Róbert Orra í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner