Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. september 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tók rúmar fimm mínútur að dæma mark af með VAR
VAR tók sinn tíma (mynd úr leik í ensku úrvalsdeildinni)
VAR tók sinn tíma (mynd úr leik í ensku úrvalsdeildinni)
Mynd: Getty Images
Nú er hálfleikur í viðureign Spezia og Sassuolo í ítölsku Serie A. Leikurinn er fyrsti leikur dagsins í deildinni en lokaleikurinn er viðureign Roma og Juventus í kvöld.

Staðan er 1-1 og var það Filip Djuricic sem kom Sassuolo, gestunum, yfir á 12. mínútu. Andrey Galabinov jafnaði leikinn á 30. mínútu. Það mark var fyrsta mark Spezia í efstu deild.

Á milli markanna skoraði Francesco Caputo mark. Það var skorað á 20. mínútu.

Það vekur athygli að það tók dómara fimm mínútur og tólf sekúndum betur að dæma markið af með VAR myndbandstækninni, það er heillangur tími. Markið var sem sagt dæmt af á 26. mínútu leiksins.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.



Athugasemdir
banner
banner
banner