þri 27. september 2022 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Ekki dagurinn hans Ronaldo - Spánn í úrslit
Cristiano Ronaldo átti slæman dag og þessi mynd lýsir því svolítið vel
Cristiano Ronaldo átti slæman dag og þessi mynd lýsir því svolítið vel
Mynd: EPA
Alvaro Morata skoraði sigurmark Spánverja
Alvaro Morata skoraði sigurmark Spánverja
Mynd: EPA
Dejan Kulusevski í leik með Svíum
Dejan Kulusevski í leik með Svíum
Mynd: EPA
Spænska landsliðið tók síðasta lausa sætið í undanúrslit A-deildar Þjóðadeildarinnar í kvöld með því að vinna Portúgal, 1-0, í Braga. Cristiano Ronaldo var maðurinn sem átti að koma Portúgölum í úrslit en þetta var ekki hans besti dagur í landsliðstreyjunni.

Portúgal var í toppsætinu með 10 stig fyrir leikinn en Spánn í öðru með 8 stig.

Ronaldo átti að vera aðalmaðurinn í sóknaraðgerðum portúgalska liðsins en náði engan veginn að finna sig. Hann klúðraði mörgum góðum tækifærum og átti hörmulegan dag.

Alvaro Morata skoraði síðan sigurmark Spánverja þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og tryggði liðinu í úrslitakeppnina en liðið hafnar með 11 stig í efsta sætinu.

Serbía er komið upp í A-deildina eftir 2-0 sigur á Norðmönnum

Svíar eru fallnir niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Slóveníu.

Úrslit og markaskorarar:

Portúgal 0 - 1 Spánn
0-1 Alvaro Morata ('88 )

Sviss 2 - 1 Tékkland
1-0 Remo Freuler ('29 )
2-0 Breel Embolo ('30 )
2-1 Patrik Schick ('45 )
2-1 Tomas Soucek ('61 , Misnotað víti)

B-deild:

Írland 3 - 2 Armenía
1-0 John Egan ('18 )
2-0 Michael Obafemi ('52 )
2-1 Artak Dashyan ('71 )
2-2 Eduard Spertsyan ('73 )
3-2 Robbie Brady ('90 , víti)
Rautt spjald: ,Hovhannes Hambardzumyan, Armenia ('89)Artak Dashyan, Armenia ('90)

Úkraína 0 - 0 Skotland

Noregur 0 - 2 Serbía
0-1 Dusan Vlahovic ('42 )
0-2 Aleksandar Mitrovic ('54 )

Svíþjóð 1 - 1 Slóvenía
0-1 Benjamin Sesko ('28 )
1-1 Emil Forsberg ('42 )

C-deild:

Grikkland 3 - 1 Norður-Írland
1-0 Dimitris Pelkas ('14 )
1-1 Shayne Lavery ('18 )
2-1 Giorgos Masouras ('55 )
3-1 Petros Mantalos ('80 )

Kósóvó 5 - 1 Kýpur
1-0 Florent Muslija ('22 )
2-0 Donat Rrudhani ('45 )
3-0 Elbasan Rashani ('47 )
4-0 Vedat Muriqi ('52 )
4-1 Valentin Roberge ('81 )
5-1 Vedat Muriqi ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner