Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 27. september 2023 13:50
Elvar Geir Magnússon
Leikurinn sem hófst á sunnudag var kláraður í dag
Santiago Gimenez skoraði þrennu og fékk að eiga boltann, tvö af mörkum hans komu á sunnudag en hitt í dag.
Santiago Gimenez skoraði þrennu og fékk að eiga boltann, tvö af mörkum hans komu á sunnudag en hitt í dag.
Mynd: Getty Images
Santiago Gimenez skoraði þrennu í 4-0 sigri Feyenoord gegn Ajax, í leik sem hófst á sunnudag og var loks kláraður í dag.

Feyenoord var 3-0 yfir eftir 56 mínútna leik á Johan Cruyff leikvangnum í Amsterdam á sunnudag þegar leikurinn var stöðvaður þar sem áhorfendur köstuðu blysum og flugeldum inn á völlinn. Óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi fyrir utan leikvanginn.

Í hádeginu í dag var lokakafli leiksins kláraður bak við luktar dyr.

Mexíkóinn Gimenez skoraði tvö mörk á sunnudag og innsiglaði svo þrennuna í dag. Hann varð fyrsti leikmaður Feyenoord til að skoa þrennu gegn Ajax í hollensku úrvalsdeildinni.

Feyenoord er ósigrað eftir sex leiki og situr í þriðja sæti deildarinnar. Kristian Nökkvi Hlynsson var ónotaður varamaður hjá Ajax sem hefur aðeins unnið einn af fimm leikjum og er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Stuðningsmenn Ajax eru allt annað en sáttir. Liðið hafnaði í þriðja sæti á síðasta tímabili og mistókst í fyrsta sinn í þrettán tímabil að komast í Meistaradeildina. Feyenoord vann titilinn.

Í yfirlýsingu Ajax segist félagið skilja vonbrigði stuðningsmanna en fordæma þó þá óásæettanlegu hegðun sem átti sér stað á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner