Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gillz setti 200 evrur á Cardiff
Mynd: Twitter
Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillz eða Gilzenegger, er harður stuðningsmaður Manchester United og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða.

Aron Einar verður líklega í eldlínunni þegar Cardiff heimsækir Liverpool á Anfield í dag.

Ljóst er að enginn býst við öðru heldur en sigri Liverpool í dag og sýna stuðlar veðbankanna það einna best. Það er ekki af ástæðulausu sem Liverpool er með 23 stig á meðan Cardiff er aðeins með 5.

Egill hefur tröllatrú á Aroni og félögum og ætlar hann að nýta sér þann gífurlega háa stuðul sem veðbankarnir setja á Cardiff.

Hann ákvað að leggja 200 evrur, sem samsvarar rúmlega 27 þúsund krónum, á Cardiff með stuðulinn 31 á móti 1.

Hafi Cardiff betur getur Egill skellt sér í sólarlandaferð með fjölskyldunni, því það myndi rúmlega þrjátíufalda peninginn sem hann lagði undir og gera hann að tæpri milljón króna.



Athugasemdir
banner
banner
banner