Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. október 2020 20:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bartomeu segir af sér sem forseti Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu hefur sagt af sér sem forseti Barcelona. Hann staðfesti það á fundi í kvöld. Bartomeu var forseti félagsins í sex ár.

„Ég segi hér með af mér sem forseti og aðrir stjórnendur fylgja með," sagði Bartomeu í kvöld.

Þessar fréttir berast einungis sólarhring fyrir stórleik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni. Bartomeu hefur legið undir mikilli gagnrýni frá stórstjörnum á borð við Lionel Messi og Gerard Pique. Þá hafa stuðningsmenn fengið nóg af gjörðum forsetans.

Mikið vantraust ríkti í garð Bartomeu og stjórnarinnar og er það sögð vera ástæða uppsagnarinnar.

Launaskerðingar vegna slæmrar fjárhagsstöðu og deilur við Messi eru sagðar vera helstu ástæður þess að staða Bartomeu var jafn slæm og raun ber vitni.



Athugasemdir
banner
banner