Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. október 2020 19:36
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Ekki góður dagur á skrifstofunni
Icelandair
Íslenska liðið tapaði 2-0 fyrir Svíþjóð.
Íslenska liðið tapaði 2-0 fyrir Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís átti ekki góðan dag í vörninni.
Glódís átti ekki góðan dag í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra fær 6 í einkunn.
Alexandra fær 6 í einkunn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-0 fyrir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM í dag. Eftir tapið er nokkuð ljóst að Ísland mun ekki vinna riðilinn.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Sandra Sigurðardóttir 5
Misskilningur í fyrra markinu á milli hennar og Glódísar, en gat ekkert gert í síðara markinun. Hún var svolítið 'shaky' oft á tíðum og missti til að mynda tvær fyrirgjafir - þó hún hafi náð að bjarga því.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6
Gunnhildur átti fínan leik, ekkert við hana að sakast. Átti mjög góða sendingu upp völlinn í fyrri hálfleik og það hefði verið gaman að sjá meira gert úr þeirri stöðu sem kom upp þar.

Glódís Perla Viggósdóttir 4
Líklega einn af verri landsleikjum Glódísar, sem er eiginlega alltaf frábær. Misskilingur í fyrra markinu og lenti líka í vandræðum í síðara markinu. Reis upp á síðustu mínútum leiksins.

Ingibjörg Sigurðardóttir 5
Varnarlega var Ingibjörg ágæt, en sendingar út úr vörninni hefðu oft á tíðum mátt vera miklu betri.

Hallbera Guðný Gísladóttir 4
Kom ekki mikið frá Hallberu bæði varnarlega og sóknarlega. Lenti í vandræðum með Jakobsson.

Alexandra Jóhannsdóttir 6
Gríðarlega dugleg eins og venjulega. Ein af betri leikmönnum Íslands í leiknum.

Sara Björk Gunnarsdóttir 5
Fyrirliðinn varð í dag sú leikjahæsta í sögu landsliðsins. Því miður átti hún ekki sinn besta leik. Er að stíga upp úr meiðslum og það sást. Erfitt þegar Glódís og Sara, tvær af okkar bestu leikmönnum, eru báðar ekki á deginum sínum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 6
Karólína var lífleg, þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Kom sér í fínt færi en náði ekki nægilega miklum krafti í skotið.

Hlín Eiríksdóttir 4
Átti fína fyrirgjöf í byrjun leiks en Valsstelpan efnilega fann ekki taktinn eftir það.

Elín Metta Jensen 5
Olli usla og gerði nokkrum sinnum tilkall í að fá vítaspyrnu. Náði hins vegar ekki að koma sér í mörg færi og var oft á tíðum einangruð upp á topp.

Sveindís Jane Jónsdóttir 5
Fann ekki taktinn lengst af. Var lífleg á síðustu mínútunum og átti bestu tilraun Íslands í leiknum.

Varamenn

Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (62)
Náði ekki að komast í takt við leikinn.

Hólmfríður Magnúsdóttir 5 (71)
Komst lítið í boltann.

Agla María Albertsdóttir (79)
Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner