Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 27. nóvember 2021 15:59
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Holland bjargaði stigi í Tékklandi
Tékkaland 2-2 Holland
1-0 K.Svitkova ('11)
1-1 D.v.d. Donk
2-1 S. Necidova ('60)
2-2 Stefanie van der Gragt ('90)

Tékkaland og Holland áttust við í undankeppni HM í kvennaboltanum en þessi leikur var í C-riðli þar sem Ísland spilar.

Leikurinn átti að fara fram í gær en honum var frestað vegna veðurs. Það var því ákveðið að spila hann í dag.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Stefanie van der Gragt jafnaði metin fyrir Holland í uppbótartíma.

Þetta eru mjög góð úrslit fyrir Ísland en Holland er í efsta sæti riðilsins með 11 stig. Ísland er í öðru sæti með 6 stig og Tékkland í því þriðja með fimm stig. Ísland á einn leik inni á Tékkland og tvo á Holland.

Ísland mætir Kýpur á útivelli á þriðjudaginn kemur.
Athugasemdir
banner
banner