Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum landsliðsmenn syrgja Venables - „Besti landsliðsþjálfari sem ég hef haft“
Paul Gascoigne, Terry Venables og Gary Lineker á góðri stundu
Paul Gascoigne, Terry Venables og Gary Lineker á góðri stundu
Mynd: Getty Images
Terry Venables, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, lést um helgina, 80 ára að aldri.

Venables tók við landsliðinu árið 1994 og stýrði því í undanúrslit á Evrópumótinu tveimur árum síðar, sem fór fram á Englandi.

Hann var einnig við stjórnvölinn hjá Tottenham, Leeds, Middlesbrough og Crystal Palace, ásamt því að þjálfa ástralska landsliðið.

Fyrrum landsliðsmenn Englands syrgðu á X í gær og þar mátti finna færslur frá Gary Lineker,

„Ég er eyðilagður að heyra það að Terry Venables sé látinn. Besti, nýstárlegi þjálfari sem ég var svo heppinn að fá þann heiður að spila fyrir. Hann var miklu meira en bara frábær þjálfari. Líflegur, heillandi, fyndinn og umfram allt vinur. Hans verður sárlega saknað. Sendi ást og samúðarkveðjur til Yvette og fjölskyldunna. Hvíl í friði Terry,“ sagði Gary Lineker, sem spilaði fyrir Venables bæði hjá Barcelona og Tottenham og hjá enska landsliðinu.

Paul Gascoigne, sem er af mörgum talinn einn af hæfileikaríkustu fótboltamönnum Englendinga, kvaddi Venables einnig á Twitter með stuttri færslu.

„Ótrúlegar mikill sorgardagur. Takk fyrir allt, stjóri,“ skrifaði Gascoigne.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, skrifaði langloku um Venables. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik undir hans stjórn og sagði að þetta væri besti landsliðsþjálfari sem hann spilaði fyrir á ferli sínum.

Þakkaði hann honum fyrir tækifærið og sagði hann þá einn besta þjálfari í sögu Englendinga.




Athugasemdir
banner
banner