Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   mið 27. nóvember 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Arnar Daníel: Sögulega einn stærsti klúbbur landsins
Arnar gerir tveggja ára samning við Fram.
Arnar gerir tveggja ára samning við Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron Kári er leikmaður Fram. Hann er eldri bróðir Arnars.
Aron Kári er leikmaður Fram. Hann er eldri bróðir Arnars.
Mynd: Raggi Óla
Chris Brazell var þjálfari Arnars hjá Gróttu.
Chris Brazell var þjálfari Arnars hjá Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Að mínu mati einn vanmetnasti leikmaður sem ég hef spilað með'
'Að mínu mati einn vanmetnasti leikmaður sem ég hef spilað með'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í leik með U19 á EM sumarið 2019.
Í leik með U19 á EM sumarið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
'Það er ekki skrýtið að sami kjarninn sé búinn að haldast saman þarna lengi, stemningin er einstök, klefinn frábær og liðsfélagar sem ég mun klárlega sakna.'
'Það er ekki skrýtið að sami kjarninn sé búinn að haldast saman þarna lengi, stemningin er einstök, klefinn frábær og liðsfélagar sem ég mun klárlega sakna.'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Daníel Aðalsteinsson var á dögunum kynntur sem nýr leikmaður Fram. Hann kemur til félagsins frá Gróttu þar sem hann lék síðustu þrjú tímabil, það fyrsta á láni og síðustu tvö eftir að hafa verið fenginn yfir frá uppeldisfélaginu Breiðabliki. Hans fyrsta tímabil í meistaraflokki var með Augnabliki sumarið 2021.

Arnar er tvítugur miðvörður sem náði að skora fjögur mörk í 14 leikjum með Gróttu í Lengjudeildinni í sumar. Hann á að baki sjö U19 landsleiki og er gjaldgengur í U21 landsliðið. Hann ræddi um félagaskipti sín í Fram og tímann hjá Gróttu.

Draumur að spila í efstu deild
„Það er frábær tilfinning að vera kominn í eins sögufrægan klúbb og Fram er. Mikil saga hjá klúbbnum og sögulega einn stærsti klúbbur á landinu. Það hafa verið mikil framfaraskref hjá klúbbnum síðastliðin ár og þar ber hæst að nefna frábæra aðstöðu sem ekki margir aðrir klúbbar geta keppt við, frábært þjálfarateymi og skýr framtíðarsýn."

„Það þurfti ekki mikið til að sannfæra mig. Það er auðvitað draumur flestra leikmanna að spila í efstu deild. Svo er Rúnar Kristinsson auðvitað frábær þjálfari sem hefur náð miklum árangri í þjálfun. En hann hefur einnig mikla reynslu að þjálfa hafsenta og kann leikinn út og inn,"
segir Arnar.

Annars væri heimskulegt að kýla á þetta
Hjá Fram voru fyrir komu Arnars margir miðverðir, leikmenn eins og Kyle McLagan, Kennie Chopart, Þorri Stefán Þorbjörnsson, Adam Örn Arnarson og Þengill Orrason. Er engin hræðsla við mikla samkeppni?

„Öll samkeppni er af hinu góða, eins klisjukennt og það er. Auðvitað er engin hræðsla, annars væri heimskulegt að kýla á þetta. Ég er kannski í aðeins öðruvísi stöðu en hinir leikmennirnir að því leytinu til að ég er bara á landinu í ákveðinn tíma á hverju sumri. En ég mun gera mitt allra besta í að berjast um mínútur og sýna hvað í mér býr. En ég vil einnig læra af hinum leikmönnunum minni stöðu, margir leikmenn sem þú nefnir eiga fleiri tugi leikja í efstu deild og geta vonandi miðlað reynslu sinni áfram."

Þakklátur Fram fyrir tilboðið
Hvernig var aðdragandinn?

„Eftir að í ljós kom að Grótta væri fallin þurfti ég aðeins að hugsa hvað mig langaði að gera næsta sumar. Það voru einhverjar þreifingar sem áttu sér stað en ég veit að Framararnir voru búnir að hafa augastað á mér í smá tíma. Svo buðu þeir í mig stuttu eftir að tímabilinu í Bestu lauk og eftir smá spjall við þjálfarateymið og bróðir minn var ég sannfærður um að þetta væri frábært tækifæri fyrir mig. Ég er þakklátur Fram fyrir að hafa verið vakandi og slegið til strax eftir tímabil og boðið í mig, það var í raun óþarfi að rembast við eitthvað annað en Fram eftir að félagið var komið inn í myndina."

Væri ólýsanlegt að ná að spila með stóra bróður
Arnar nefnir bróður sinn, Aron Kára. Aron Kári, sem er fimm árum eldri, er samningsbundinn Fram. Er spennandi að spila með bróður sínum?

„Að sjálfsögðu væri draumur að ná að deila vellinum með honum. Í dag er hann er á þeim aldri að þurfa spila en er samt sem áður búinn að vera hrikalega óheppinn með meiðsli síðan hann byrjaði að spila meistaraflokksbolta og í rauninni aldrei náð að sýna almennilega hvað hann getur. Að mínu mati erum við mjög ólíkir leikmenn en svipaðir karakterar, það væri ólýsanlegt að ná eins og einum leik með honum."

Ein mestu vonbrigði ferilsins
Er erfitt að skilja við Gróttu eftir fall?

„Auðvitað er það hrikalega erfitt. Það er ekki skrýtið að margir festast á Nesinu eftir að hafa komið þangað. Andinn og stemningin er slík. Þrátt fyrir að vera með leikmannahóp sem ætti að mínu mati alltaf að komast í “hell week”-úrslitakeppnina var þetta bara ekki að smella. Til dæmis náðum við ekki að gera heimavöllinn eins sterkan og 2022, vorum oft í brasi að spila á grasvöllum og náðum bara aldrei að komast almennilega í gang þrátt fyrir góða byrjun."

„Þrátt fyrir fall var margt jákvætt í þessu. Gabríel Hrannar sem er að mínu mati einn vanmetnasti leikmaður sem ég hef spilað með fer í KR eftir tímabil og Tareq Shihab fer í HK og spilar í efstu deild.

„Sjálfur var ég gífurlega svekktur með fallið og eru þetta klárlega ein mestu vonbrigði sem ég hef upplifað á ferlinum til þessa. Þrátt fyrir fallið held ég að spilamennskan mín frá undirbúningstímabilinu og fram að síðasta leik áður en ég fer út hafi verið mín besta á ferlinum. Það jákvæða sem ég tek úr mínu tímabili persónulega voru mörkin fjögur sem ég skoraði í 14 leikjum sem var eitthvað sem ég vildi koma inn í leik minn fyrir tímabil. Vonandi næ ég að halda því áfram á næstu tímabilum."


Þakkar Brazell fyrir traustið
Hvernig fannst þér tíminn hjá Gróttu í heild sinni?

„Ég er mjög stoltur af tímanum mínum hjá Gróttu. Það er ekki skrýtið að sami kjarninn sé búinn að haldast saman þarna lengi, stemningin er einstök, klefinn frábær og liðsfélagar sem ég mun klárlega sakna. Ég er hrikalega þakklátur Chris Brazell fyrir að hafa sýnt mér traust og staðið við það sem hann sagði þegar hann sannfærði mig um að koma í Gróttu frá Blikum. Markmiðið var alltaf að nýta Gróttu sem stökkpall yfir í efstu deild og það heppnaðist. Vonandi verða fleiri ungir leikmenn í framtíðinni sem sjá þennan möguleika og þora að taka skrefið úr þægindarammanum. Það er margt jákvætt í kortunum hjá Gróttu, nýtt þjálfarateymi, nýir leikmenn og vonandi nýtt gervigras sem fyrst."

Nær þremur mánuðum á Íslandi
Eins og Arnar nefnir þá er hann í öðruvísi stöðu en margir aðrir leikmenn þar sem hann verður ekki á Íslandi allt næsta sumar. Hann er í háskólanámi í Bandaríkjunum, er þar á fótboltastyrk. Hvernig verður næsta tímabil hjá honum?

„Eins og staðan er núna kem ég heim 14. desember og næ vonandi að æfa aðeins og kynnast nýjum liðsfélögum, þjálfurum og fólki innan klúbbsins fyrir jólafríið. Svo er planið að æfa þangað til ég fer út 19. janúar."

„Svo kem ég heim í byrjun maí og fer aftur út fyrstu vikuna í ágúst. Ég er í þéttu prógrammi hérna úti, æfi stíft milli 8-12 á morgnanna og fer svo út í daginn, alvöru keyrsla. Ég verð í toppstandi í byrjun maí, það er 100%!"
segir Arnar Daníel.
Athugasemdir
banner
banner
banner