Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mið 27. nóvember 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir ekki alveg strax
Luis Suarez hér með Lionel Messi.
Luis Suarez hér með Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez er ekki á þeim buxunum að hætta strax því hann hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Inter Miami.

Hann hefur skrifað undir eins árs samning í Miami en það eru gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn félagsins.

Suarez, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 21 mark og lagði upp tíu í 30 leikjum með Inter Miami í MLS-deildinni á nýliðnu tímabili.

Suarez er einn besti sóknarmaður sögunnar en hann spilar í Miami með besta vini sínum, Lionel Messi. Hann mun núna spila undir stjórn fyrrum liðsfélaga síns, Javier Mascherano.
Athugasemdir
banner
banner
banner