Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 27. nóvember 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ætlar ekki að sækja annan markvörð - „Treysti Fraser“
Fraser Forster.
Fraser Forster.
Mynd: Getty Images
Guglielmo Vicario.
Guglielmo Vicario.
Mynd: Getty Images
Ítalski markvörðurinn Guglielmo Vicario verður frá næstu mánuði, en ekki vikur. Þetta sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, á fréttamannafundi í dag.

Vicario fór í aðgerð en hann lék 60 mínútur ökklabrotinn í 4-0 sigrinum gegn Manchester city á laugardaginn síðasta.

„Hann er eins mikill nagli og þeir gerast. Þetta er áfall en við höfum orðið fyrir áföllum áður og við tökumst á við þetta," segir Postecoglou.

Varamarkvörðurinn Fraser Forster, sem er 36 ára, mun nú verja mark Tottenham og Postecoglou segir að félagið ætli sér ekki að sækja annan markvörð þrátt fyrir meiðsli Vicario.

„Við erum með breidd í hópnum til að takast á við meiðsli. Ég hef þekkt Fraser lengi. Hann er sterkur karakter í hópnum og alltaf klár í að spila."

Tottenham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Roma í Evrópudeildinni á morgun áður það leikur deildarleik gegn Fulham á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner