Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. janúar 2020 15:31
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Atli í Breiðablik (Staðfest) - Verður lánaður
Brynjar Atli Bragason lék með Njarðvík í Inkasso-deildinni í fyrra.
Brynjar Atli Bragason lék með Njarðvík í Inkasso-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Brynjar Atli Bragason hefur gengið til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík. Frá þessu er greint á blikar.is.

Brynjar verður tvítugur á þessu ári og þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki yfir 70 leiki með meistaraflokki. Þar að auki hefur hann spilað sex leiki með yngri landsliðum Íslands.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir Blika að fá þennan efnilega markvörð til félagsins. Ljóst er að hann getur lært mikið af þeim öflugu markvörðum sem eru fyrir hjá félaginu," segir á blikar.is.

„Fyrir keppnistímabilið mun Brynjar Atli svo fara á láni til þess að öðlast enn meiri leikreynslu í meistaraflokki."

Hjá Breiðabliki eru Anton Ari Einarsson aðalmarkvörður og Gunnleifur Gunnleifsson varamarkvörður. Því mun Brynjar fara á lán.
Athugasemdir
banner
banner
banner