Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. janúar 2020 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Rangnick brjálaður út í leikmenn Leipzig sem fóru í klippingu
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, var brjálaður út í leikmenn RB Leipzig eftir að þeir flugu inn hárgreiðslumanni fyrir tap liðsins gegn Eintracht Frankfurt um síðustu helgi.

Rangnick er fyrrum þjálfari Leipzig, en hann starfar enn í kringum félagið þar sem Leipzig er í eigu Red Bull.

Leipzig, sem er topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði 2-0 gegn Frankfurt. Frammistaðan var ekki upp á marga fiska og leikmenn ólíkir sjálfum sér.

Rangnick telur að leikmenn hafi sýnt ákveðinn hroka með því að fljúga inn hárgreiðslumanninum Sheldon Edwards frá London fyrir leikinn. Hann klippti nokkra af leikmönnum liðsins, þar á meðal Ethan Ampadu, lánsmann frá Chelsea.

„Ég hefði veðjað 100.000 evrum á að leikmennirnir hefðu ekki flogið inn hárgreiðslumanni frá London til þess að fara í klippingu á hóteli. Ég hefði tapað því veðmáli. Tapið gegn Frankfurt var nægilega pirrandi, ég er furðulostinn á þessari hárgreiðslusögu," sagði Rangnick.

Leipzig er með eins stigs forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, en næsti leikur liðsins er gegn Borussia Mönchengladbach á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner