banner
   þri 28. janúar 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Tilboð væntanlegt frá Barcelona í Aubameyang
Powerade
Aubameyang hefur verið iðinn við markaskorun.
Aubameyang hefur verið iðinn við markaskorun.
Mynd: Getty Images
Piatek í enska boltann?
Piatek í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Juan Foyth.
Juan Foyth.
Mynd: Getty Images
Aubameyang, Fernandes, Cavani, Piatek, Mari, Bergwijn, Eriksen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Arsenal býst við því að Barcelona geri tilboð í sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang (30) sem verið hefur langbesti leikmaður enska liðsins á tímabilinu. (Telegraph)

Manchester United hefur ákveðið að gefa Sílemanninum Alexis Sanchez (31) annað tækifæri til að sanna sig á Old Trafford þegar hann snýr aftur í júní. Sanchez er á láni hjá Inter. (Star)

United íhugar að gera endurbætt tilboð í portúgalska miðjumanninn Bruno Fernandes (25) hjá Sporting Lissabon áður en glugganum verður lokað á föstudag. (Guardian)

Fernandis var valinn í leikmannahóp Sporting sem spilar gegn Maritimo í kvöld. Það er talin vísbending um að hann fari ekki í janúarglugganum. (Express)

Manchester United mun líklega ekki kaupa neinn í glugganum. Verðmiði Sporing á Fernandes er mun hærri en United er tilbúið að reiða fram og úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani (32) mun væntanlega fara annað. (Independent)

Atletico Madrid er nálægt því að komast að samkomulagi um Cavani. (ESPN)

Chelsea fylgist með stöðu mála hjá Krzysztof Piatek (24), pólska sóknarmanninum hjá AC Milan. Tottenham hefur áhuga á Piatek. (Telegraph)

Arsenal gerði breytingar á samkomulaginu um varnarmanninn Pablo Mari (26) hjá Flamengo eftir læknisskoðun. Það hefur sett kaupin í vafa. (Mail)

Hollenski sóknarleikmaðurinn Steven Bergwijn (22) hefur hafnað því að spila fyrir PSV Eindhoven á sunnudaginn en Tottenham er að reyna að fá hann. (Sky Sports)

Bergwijn hefur beðið PSV um að leyfa sér að fara til Tottenham áður en glugganum verður lokað. (90min)

Danski sóknarmiðjumaðurinn Christian Eriksen (27) verður staðfestur sem leikmaður Inter í dag. Hann stóðst læknisskoðun í gærkvöldi og verður keyptur á 17,5 milljónir punda. (Mail)

Manchester United, Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Emre Can (26), miðjumanni Juventus. (Metro)

Borussia Dortmund hefur einnig áhuga á að fá Can. (Bild)

Búist er við því að ensku bakverðirnir Danny Rose (29) og Kyle Walker-Peters (22) yfirgefi Tottenham á lánssamningum áður en glugganum verður lokað. (Standard)

Southampton er í kjörstöðu til að fá Walker-Peters en Crystal Palace vill einnig fá hann. (Sun)

West Ham hefur einnig haft samband við Tottenham vegna Walker-Peters. (Star)

West Ham íhugar að gera tilboð í argentínska varnarmanninn Juan Foyth (22) hjá Tottenham. Hamrarnir eru einnig í viðræðum við Slavia Prag um tékkneska miðjumanninn Tomas Soucek (24). (Guardian)

Soucek var valinn leikmaður ársins í Tékklandi og er metinn á 16,8 milljónir punda af Slavia. (Sky Sports)

Aston Villa hefur gert 4,2 milljóna punda tilbið í Daniel Sturridge (30), fyrrum sóknarmann Chelsea og Liverpool, sem er hjá Trabzonspor í Tyrklandi. (TalkSport)

Ólíklegt er að Real Madrid leyfi Dani Ceballos (23) að fara til Valencia en spænski miðjumaðurinn vill komast frá Arsenal þar sem hann er á láni. (Marca)

Watford hefur áhuga á að fá Ben Gibson (27), varnarmann Burnley, lánaðan með ákvæði um möguleg kaup. (Sun)

West Brom, topplið Championship-deildarinnar, er í viðræðum við Sheffield United um möguleg kaup á írska sóknarmanninum Callum Robinson (24). (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner