Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 28. janúar 2021 10:18
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn: Gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson í viðtali við Vísi í dag en hann samdi í gær við IFK Gautaborg.

Kolbeinn kemur til Gautaborg frá AIK en hann náði ekki að skora mark í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Hinn þrítugi Kolbeinn er staðráðinn í að komast aftur á flug með Gautaborg sem endaði í 12. sæti í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra.

„Ég skoraði ekki neitt mark á síðasta ári og auðvitað situr það í mér. Hungrið er til staðar og þessu vil ég breyta. Byggja mig upp þannig að ég sé í mínu besta formi og geti breytt leikjum fyrir mitt lið."

„Gautaborgarliðið hefur sýnt að ætlunin er að byggja mig upp þannig að ég komist í mitt besta stand, ekki flýta sér of mikið og taka áhættur, og þá er allt opið,“
segir Kolbeinn við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner