Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sif: Selfoss minnir mig mjög mikið á Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir skrifaði undir samning við Selfoss fyrir áramót um að leika með liðinu í sumar. Hún kemur heim eftir ellefu ár í atvinnumennsku.

Hún segist vera mjög spennt fyrir tímabilinu. Liðið minni hana á Kristianstad sem hún lék síðast með áður en hún gekk til liðs við Selfoss.

„Ég er rosa hrifin af hópnum. Mikið af ungum stelpum, ég er að æfa með stelpu sem er fædd 2007 þannig að það eru 22 ár á milli okkar. Fyrir mér finnst mér Selfoss minna mig mjög mikið á Kristianstad, mikið af ungum leikmönnum, uppaldir leikmenn sem hafa spilað lengi og farið í gegnum ýmislegt.

„Ég er mjög spennt fyrir þessum hópi og við stefnum auðvitað á að gera betur en í fyrra. Okkur langar að spila betri fótbolta og verða betri fótboltamenn."

Selfoss endaði í 5. sæti með 25 stig á síðustu leiktíð í Pepsi Max deildinni.
Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Athugasemdir
banner