Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 28. febrúar 2020 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn Sigþórs spilar ekki með AIK um helgina
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson leikur ekki með AIK gegn Örgryte í sænsku bikarkeppninni á sunnudag.

Rikard Norling, þjálfari AIK, segir við sænska fjölmiðla að Kolbeinn sé ekki byrjaður að æfa á fullu og því sé hann ekki klár í að spila á sunnudaginn.

Kolbeinn hefur verið að glíma við veikindi og sagði Norling í síðustu viku að Kolbeinn hefði lítið getað tekið þátt í undirbúningstímabili AIK. „Hann hefur varla spilað og varla æft. Hann hefur átt svolítið erfitt undirbúningstímabil hingað til," sagði Norling.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði orð Norling slitin úr samhengi. „Hann hefur æft á fullu núna í tvær vikur en er samt ekki kominn eins langt og bæði við og AIK vonuðumst eftir," sagði Freyr í síðustu viku.

Núna segir þjálfari AIK hins vegar að Kolbeinn sé enn ekki að æfa af fullum krafti.

Freyr hélt því einnig fram að Kolbeinn ætti að vera í góðu standi í umspilinu fyrir EM í næsta mánuði - ef ekkert kemur upp á. Ísland mætir þá Rúmeníu á Laugardalsvelli.

Sjá einnig:
Kolbeinn æft á fullu í tvær vikur - Ætlar að skora í öllum leikjum
Athugasemdir
banner
banner