Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2020 07:15
Aksentije Milisic
LASK úr 3. deildinni í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar
Ismael og kona hans á góðri stundu.
Ismael og kona hans á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Magnaður uppgangur hjá LASK Linz hefur vakið athygli hjá mörgum. Austurríska liðið komst í gær í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á AZ Alkmaar og samanlagt 3-1.

Fyrir einungis sex árum, eða árið 2014, þá var LASK í þriðju efstu deild í Austurríki.

Nú sem stendur er liðið í efsta sæti í efstu deild í heimalandinu og þá er liðið komið í undanúrslit í austurríska bikarnum og síðast en ekki síst, í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar. Þjálfari liðsins er Valerien Ismael en hann lék með á m.a. Bayern Munchen og Werder Bremen á sínum ferli.

Áhugavert verður að fylgjast áfram með liðinu en um helling er að keppa það sem eftir er af tímabilinu hjá LASK. Þess má til gamans geta að Garðar Bergmann Gunnlaugsson, lék fimm leiki með liðinu árið 2010.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner