Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fös 28. febrúar 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn United um Mignolet: Ertu Gerrard í dulargervi?
Simon Mignolet varð fyrir því óláni að renna þegar hann spyrnti boltanum frá marki i Club Brugge gegn Manchester United í gær.

Mignolet var áður á mála hjá Liverpool og fannst stuðningsmönnum United gaman að sjá Mignolet renna.

Flestir aðdáendur enska boltans muna vel eftir því þegar Steven Gerrard rann gegn Chelsea árið 2014 og stuðningsmenn United eru alls engin undantekning á því.

Mignolet var líkt við Gerrard þegar hann rann í gær: „Ertu Gerrard í dulargervi?" söng Stretford End, stúkan þar sem hörðustu stuðningsmenn United standa á leikjum liðsins.


Athugasemdir
banner