Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur spilaði í dramatísku jafntefli á Parken
Jón Dagur í leik með Íslandi gegn Englandi.
Jón Dagur í leik með Íslandi gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF þegar liðið gerði dramatískt jafntefli við FC Kaupmannahöfn á Parken í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Það voru heimamenn í FCK sem tóku forystuna í leiknum en AGF tókst að snúa leiknum sér í vil og tíu mínútna kafla. Patrick Mortensen skoraði tvisvar og nafni hans, Patrick Olsen, bætti þriðja markinu við þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum.

Mohammed Daramy minnkaði muninn eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en svo virtist sem leikurinn ætlaði að enda með sigri AGF, en það var langt var komið fram í uppbótartíma fékk FCK vítaspyrnu sem Jonas Wind skoraði úr. Lokatölur 3-3 og mikil dramatík á Parken í dag.

Jón Dagur var tekinn af velli á 68. mínútu en AGF er í þriðja sæti með 33 stig. FCK er í fjórða sæti með 31 stig.

Fyrr í dag kom Aron Elís Þrándarson inn á sem varamaður á 69. mínútu í endurkomusigri OB á Randers. Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í hóp hjá OB í leiknum. OB er í sjöunda sæti með 24 stig.

Sjá einnig:
Jón Dagur sagður sá 43. launahæsti í Danmörku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner