Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   mið 28. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjalla um að Rashford og Ten Hag tali varla saman lengur
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marcus Rashford hefur alls ekki átt gott tímabil með Manchester United en samband hans og Erik ten Hag, stjóra liðsins, er ekki sagt mjög jákvætt.

Enska götublaðið The Sun hefur heimildir fyrir því að Ten Hag og Rashford talist varla við.

Hinn 26 ára gamli Rashford fór til Belfast í Norður-Írlandi í síðasta mánuði til að heimsækja gamlan liðsfélaga. Það rataði í blöðin að Rashford hefði skemmt sér aðeins of mikið í ferðinni.

Hann hringdi sig svo inn veikan á æfingu, en var þá ekki í leikmannahópnum í leik gegn Newport County í FA-bikarnum.

The Sun fjallar um að samband Rashford og Ten Hag sé ekki á góðum stað eftir að þetta gerðist allt saman. Ten Hag leið eins og Rashford hefði reynt að blekkja sig en þeir ræddu málið á fundi eftir að þetta kom upp. Þó Rashford hafi í kjölfarið byrjað að spila aftur, þá sé sambandið ekki gott.

Rashford var algjörlega frábær á síðasta tímabili og fékk þá nýjan samning, en hann er búinn að vera vægast slakur á yfirstandandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner