
Þá er komið að slúðri dagsins þennan miðvikudaginn. Þetta eru helstu slúðursögur dagsins:
Arsenal hefur áhyggjur af meiðslavandræðum Gabriel Jesus og ætlar sér að kaupa sóknarmann í sumar. Ivan Toney (27) hjá Brentford, Victor Osimhen (25) hjá Napoli, Joshua Zirkzee (22) hjá Bologna og Viktor Gyökeres (25) eru kostir sem Arsenal er að skoða. (Mail)
Arsenal vonast jafnramt til að fá varnarmanninn Jorrel Hato (17) frá Ajax en hollenska félagið vill gera við hann nýjan samning. (Evening Standard)
Real Madrid er að landa frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappe (25) og ætlar spænska stórveldið einnig að sækja yngri bróður hans, Ethan (17) frá PSG. (OK Diario)
Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, er efstur á lista Sir Jim Ratcliffe til að taka við af Erik ten Hag hjá Manchester United. (Foot Mercato)
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig kostur fyrir Man Utd ef Ten Hag verður rekinn. (MEN)
Bayern München hefur einnig áhuga á að ræða við De Zerbi en Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, og Hansi Flick, fyrrum stjóri liðsins, eru einnig á lista þar. (Sky Germany)
Mohamed Salah (31), kantmaður Liverpool, og Kevin de Bruyne (32), miðjumaður Manchester City, eru efstir á lista fyrir stjórnendur deildarinnar í Sádi-Arabíu í sumar. (90min)
Barcelona er að íhuga að semja við David de Gea (33), fyrrum markvörð Man Utd, sem er enn án félags. (Mundo Deportivo)
Newcastle og Tottenham eru áhugasöm um Omar Marmoush (25), sóknarmann Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Hann hefur skorað tíu mörk í 18 deildarleikjum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. (Bild)
Liverpool hefur áhuga á Alan Varela (22), miðjumanni Porto. (Mirror)
Barcelona er að skoða það að ráða Simone Inzaghi, stjóra Inter Milan, í stað Xavi sem er að hætta eftir tímabilið. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir