Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 28. mars 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andy Johnson með skilaboð á leikmann í 4. deild varðandi hármissi
Johnson fagnar hér marki með Crystal Palace.
Johnson fagnar hér marki með Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Andy Johnson gerði garðinn frægann með Crystal Palace í enska boltanum hér á árum áður.

Johnson skoraði 85 mörk í 161 keppnisleik fyrir Palace en hann spilaði einnig með Birmingham, Everton, Fulham og QPR á Englandi.

Johnson lagði skóna á hilluna árið 2015 en hann hefur meðal annars starfað sem umboðsmaður síðan þá.

Crystal Palace á nokkra stuðningsmenn hér á landi og einn þeirra, Daníel Örn Sólveigarson, fékk áhugaverða kveðju frá Johnson. Daníel deilir kveðjunni á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Vinur minn borgaði honum fyrir að senda mér þessa kveðju og ákvað að biðja hann að stríða mér aðeins í leiðinni," segir Daníel.

Johnson fékk nefnilega fréttir um það að Daníel, sem leikur með 4. deildarliði KM, væri að missa hárið. Johnson er sjálfur sköllóttur og hann sagði Daníel að sætta sig bara við það að missa hárið, skafa það bara af.

„Andy Johnson er einn besti leikmaður í sögu Crystal Palace og það var skemmtilegt að fá þetta myndband. Núna veit ég alla vega að þegar það kemur að því að ég þurfi að raka af mér hárið þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur, eða svo segir Andy Johnson," sagði Daníel jafnframt en hér að neðan má sjá myndbandið.



Athugasemdir
banner
banner