Atletico að krækja í Gallagher - Man Utd hefur áhuga á Hjulmand - Everton nálgast samning við Lindström
   þri 28. mars 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn spá því að Alex Freyr fari í agabann og Jason verði bestur
Jason Daði Svanþórsson, sóknarleikmaður Breiðabliks.
Jason Daði Svanþórsson, sóknarleikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mun ÍBV koma á óvart.
Mun ÍBV koma á óvart.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á kynningarfundi Bestu deildar karla sem haldinn var í dag var opinberuð niðurstaða í skoðanakönnun meðal leikmanna í deildinni. Könnunin var gerð af ÍTF og fengu leikmenn hinar ýmsu spurningar.

Þeir spáðu meðal annars um það hvaða leikmaður yrði fyrstur til að vera settur í agabann og hver yrði kosinn bestur.

Hvaða leikmaður verður markahæstur?
20% - Patrik Johannesen, Breiðablik
12% - Kristján Flóki Finnbogason, KR
12% - Guðmundur Magnússon, Fram

Hvaða leikmaður verður stigahæstur í Fantasy?
19% - Jason Daði Svanþórsson, Breiðablik
10% - Aron Jóhannsson, Valur
9% - Adam Ægir, Valur/ Höskuldur, Breiðablik

Hvaða leikmaður verður sendur fyrst í agabann?
19% - Alex Freyr Elísson, Breiðablik
10% - Adam Ægir Pálsson, Valur
8,5% - Damir Muminovic, Breiðablik

Hvaða leikmaður fær flest spjöld?
18% - Haukur Páll Sigurðsson, Valur
11% - Damir Muminovic, Breiðablik
5,5% - Elfar Freyr Helgason, Valur/ Pablo Punyed, Víkingur

Hvaða leikmaður verður kosinn bestur?
14% - Jason Daði Svanþórsson, Breiðablik
11% - Aron Jóhannsson, Valur
9% - Patrik, Breiðablik/ Höskuldur, Breiðablik

Hvaða völl er skemmtilegast að heimsækja?
21% - Kaplakriki
20% - Framvöllur
15,7% - Kópavogsvöllur

Í hvernig skóm spilar þú?
82% - Nike
17% - Adidas
1% - Annað

Hvaða lið mun koma mest á óvart?
34% - ÍBV
18% - Fram
15 - FH

Hvaða lið mun halda oftast hreinu?
71% - Valur
22% - Breiðablik
7% - KR
Athugasemdir
banner
banner