Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 28. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Real og Barca á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson og félagar í liði Real Sociedad hefja helgina í efstu deild spænska boltans með heimaleik gegn botnliði Real Valladolid á morgun.

Sociedad er ekki að eiga gott tímabil og situr í neðri hluta deildarinnar, níu stigum frá Evrópusæti.

Atlético Madrid heimsækir svo Espanyol í næsta leik og þarf sigur eftir tvo tapleiki í röð í toppbaráttunni.

Ríkjandi meistarar Real Madrid spila svo við Leganés í síðasta leik laugardagsins. Þeir eru þremur stigum á eftir toppliði Barcelona, sem tekur á móti Girona á sunnudaginn.

Athletic Bilbao siglir nokkuð lygnan sjó í fjórða sætinu og fær Osasuna í heimsókn á sama tíma og Valencia mætir Mallorca.

Valencia er búið að rífa sig úr fallsæti eftir að Carlos Corberán tók við taumunum. Liðið er þó aðeins einu stigi frá fallsvæðinu þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu.

Real Betis og Sevilla eigast við í síðasta leiknum á sunnudag, en Betis er á svakalegu skriði með fimm sigra í röð í La Liga. Betis í góðri stöðu í Evrópubaráttunni, átta stigum fyrir ofan Sevilla sem er um miðja deild.

Celta Vigo og Las Palmas eigast að lokum við á mánudagskvöldið.

Laugardagur
13:00 Real Sociedad - Valladolid
15:15 Espanyol - Atletico Madrid
17:30 Alaves - Vallecano
20:00 Real Madrid - Leganes

Sunnudagur
12:00 Getafe - Villarreal
14:15 Barcelona - Girona
16:30 Athletic Bilbao - Osasuna
16:30 Valencia - Mallorca
19:00 Betis - Sevilla

Mánudagur
19:00 Celta - Las Palmas
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir