Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 28. apríl 2025 22:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann sannfærandi sigur á Aftureldingu í fjórðu umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust á Lambhagavellinum.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Afturelding

„Frábær sigur og frábært svar við lélegum leik okkar í Vestmannaeyjum. Menn lögðu á sig mikla vinnu, baráttu og það þurfti svo sannarlega til gegn spræku og mjög góðu liði Aftureldingar," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir sigurinn í kvöld.

„Þeir þrýstu okkur hér oft til baka í fyrri hálfleik þó við höfum verið í stöðunni 2-0 í hálfleik þá fannst mér það ekki alveg gefa rétta mynd, jújú við hefðum alveg getað skorað fleiri en við björgum líka oft mjög vel og Viktor var frábær í markinu. Tók það sem vörnin náði ekki að taka" 

Aðspurður um það hver grunnurinn hefði verið að þessum sigri hrósaði Rúnar sínum mönnum. 

„Menn þorðu bara að spila fótbolta. Við fórum í hápressu og spiluðum svolítið maður á mann á móti þeim og vildum reyna að stela boltanum af þeim hátt á vellinum því þeir eru duglegir að spila út úr vörn"

„Við náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá með því að stela boltanum af þeim nokkrum sinnum og þá verður svona meira óöryggi í þeirra leik" 

Það styttist í gluggalok en Rúnar sér ekki fram á að bæta neinu við nema Fram eru á eftir markverði. 

„Nei við erum bara að leita af markmanni til að bæta í leikmannahópinn okkar og til að hafa fleiri markmenn á æfingu. Við erum með tvo eins og staðan er og annar er í öðrum flokk og hann þarf að spila leiki þar." 

„Við þurfum að geta æft með tvo markmenn þannig við þurfum að fá einn inn í teymið og erum bara að leita logandi ljósi af einhverjum möguleika í því" sagði Rúnar.

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner