Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 28. apríl 2025 22:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann sannfærandi sigur á Aftureldingu í fjórðu umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust á Lambhagavellinum.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Afturelding

„Frábær sigur og frábært svar við lélegum leik okkar í Vestmannaeyjum. Menn lögðu á sig mikla vinnu, baráttu og það þurfti svo sannarlega til gegn spræku og mjög góðu liði Aftureldingar," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir sigurinn í kvöld.

„Þeir þrýstu okkur hér oft til baka í fyrri hálfleik þó við höfum verið í stöðunni 2-0 í hálfleik þá fannst mér það ekki alveg gefa rétta mynd, jújú við hefðum alveg getað skorað fleiri en við björgum líka oft mjög vel og Viktor var frábær í markinu. Tók það sem vörnin náði ekki að taka" 

Aðspurður um það hver grunnurinn hefði verið að þessum sigri hrósaði Rúnar sínum mönnum. 

„Menn þorðu bara að spila fótbolta. Við fórum í hápressu og spiluðum svolítið maður á mann á móti þeim og vildum reyna að stela boltanum af þeim hátt á vellinum því þeir eru duglegir að spila út úr vörn"

„Við náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá með því að stela boltanum af þeim nokkrum sinnum og þá verður svona meira óöryggi í þeirra leik" 

Það styttist í gluggalok en Rúnar sér ekki fram á að bæta neinu við nema Fram eru á eftir markverði. 

„Nei við erum bara að leita af markmanni til að bæta í leikmannahópinn okkar og til að hafa fleiri markmenn á æfingu. Við erum með tvo eins og staðan er og annar er í öðrum flokk og hann þarf að spila leiki þar." 

„Við þurfum að geta æft með tvo markmenn þannig við þurfum að fá einn inn í teymið og erum bara að leita logandi ljósi af einhverjum möguleika í því" sagði Rúnar.

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner